Hvað nú?

Ég er búinn að fá meiri umfjöllun en mig gat dreymt um. Allavegana 900 manns búnir að sækja appið. Sölurnar eru ekki alveg búnar að vera það sem mig dreymdi um(*). Mig bráðvantar sögur til að setja inn áður en þeir sem eru að kaupa gleyma appinu algerlega því ef það er ekkert flæði þá er ekkert gaman af þessu (það er ekki eins og nokkur maður hafi lesið sömu bókina tvisvar :-P).

Ég þarf að spjalla við fólkið sem hafði lýst áhuga á að teikna fyrir appið. (**) Þarf að gera þeim grein fyrir hverjar tæknilegar kröfur af þeirra hálfu er og hvernig ég sé fyrir mér að staða rétthafa og útgefanda sé. Segja þeim hvernig prócessinn er og útbúa test feature fyrir sögurnar í appinu svo þau geti fengið féeling fyrir hvernig þetta kemur út áður en það er sent til mín.

Þarf að fara nota eitthvað betra kerfi til að halda utan um forritunina en google drive.(***)

*=Ég ætla að hætta vera með verslunarkerfi og setja sögurnar sem ég sel í sama lista og sögurnar sem búið er að kaupa. þannig verða sögurnar sem eru til söul alltaf sýnilegar. Kanski láta þær “pulsate” í einhverjum lit til að fanga augað.

**=Taka saman lista yfir þá sem eru að taka þátt og senda þeim email. Starta viðræður við fleirri sænska höfunda…

***=finna Stanford vídeóið sem fjallar um einmitt þetta mál.

Posted in Uncategorized

Búkolla

Posted in sogur

Náði Íslenska markaðnum þokkaleg!!!!

Screen Shot 2013-02-18 at 9.05.30 PM

Nú er ég búinn að ná toppnum þannig að allt er niður á við héðan í frá!!! Eftir að fólk fékk að vita að appið væri til þá komst ég í fyrsta sæti í niðurhali fyrir ipad á Íslandi!

Wooo Hooo!!!! Númer eitt!!!!

Screen Shot 2013-02-18 at 9.05.30 PM

 

Og svo númer þrettán líka smá woo.

Screen Shot 2013-02-18 at 9.07.49 PM

Posted in Uncategorized

APPIÐ KOMIÐ Í APPSTORE!!!! YIPPHURRAHHH

Ég þegar appið komst í verslun.

Til að sjá appið í appstore má smella hvar sem er á þessa setningu því öll setningin er hlekkur á appstore færsluna fyrir ÆVINTÝRI!

Well þá verður að láta fólk vita og reyna hala inn fleirri sögum.

svona var ég þegar appið komst í gegnum rýningu hjá apple:

Ég þegar appið komst í verslun.

Posted in Uncategorized

Notendaviðmótið á Ævintýri

Screen Shot 2013-02-01 at 11.30.40 AM

Hæ Hæ,

Ég var að fá bréf frá einhverjum sem vildi vita hvernig þetta app mitt virkaði svo ég henti saman þessu vídeói.

Ég vildi óska þess að minimalistískt viðmótið væri bara vegna þess hve fallegt mér þætti það en sannleikurinn er sá að ég er búinn að eiga fullt í fangi með að setja upp heimasíðu og hamra saman sögunum auk þess að forrita svo grafík vinnslan varð útundan.

Posted in Uncategorized

Ekki góð byrjun á degi

Í morgunn fékk ég neitunarbréfið frá apple. Það var svosem allt í lagi. Smávægilegir gallar hafa bara áhrif á hvernig afritun á hugbúnaðnum á sér stað. Ekki mikið mál að laga það held ég.

Hitt sem verra er er að 500 GB harði diskurinn minn krassaði. Ég er að vona að það sé hægt að redda honum en ég er ekki með nein tól né tæki til þess hér.

það er vanlíðan að missa myndirnar sem voru á disknum…

Posted in Uncategorized

Sópa öllu undir teppið… Silld

 

 

ástandið venjulega:

clutterTop

Keyra eftirfarandi og öll icon á desktoppinum eru ósýnileg:
defaults write com.apple.finder CreateDesktop -bool false
killall Finder

útlitið eftir:

CleanTop

 

Keyra eftirfarandi og öll icon á desktoppinum byrtast aftur:
defaults write com.apple.finder CreateDesktop -bool true
killall Finder

Posted in Uncategorized

Verk dagsins í dag

Jæja… í dag tókst mér að útfæra sögu kerfið þannig að hægt er að snúa því hvernig sem er…

verð að bæta við súmmi einhverntíma á næstunni.

Þetta var hallærislega létt þegar ég fattaði hvað ég átti að gera en ömurlega erfitt þangað til.

Lærði líka fullt um nýa umbrots kerfið fyrir notendaviðmótið í dag. Sniðugt þegar maður fattar það.

Hvað ætti maður að hafa fyrir stafni á morgunn… Klára söguna hennar Helgu, Búkollu? Jamm það hljómar vel… Gera vídeó af notendaviðmótinu… Jamm það hljómar vel… komast að því hvort hægt sé að ganga á ísnum án þess að hafa áhyggjur og tékka á rútuferðum á skíðasvæðin…

Kennitala? Skatteverket. Fá ökuskírteini. já já fullt að gera.

Posted in Uncategorized

Pétur Kanína

Posted in sogur

Kósy Kanínurnar

Posted in sogur
Seinustu athugasemdir