Hvað nú?

Ég er búinn að fá meiri umfjöllun en mig gat dreymt um. Allavegana 900 manns búnir að sækja appið. Sölurnar eru ekki alveg búnar að vera það sem mig dreymdi um(*). Mig bráðvantar sögur til að setja inn áður en þeir sem eru að kaupa gleyma appinu algerlega því ef það er ekkert flæði þá er ekkert gaman af þessu (það er ekki eins og nokkur maður hafi lesið sömu bókina tvisvar :-P).

Ég þarf að spjalla við fólkið sem hafði lýst áhuga á að teikna fyrir appið. (**) Þarf að gera þeim grein fyrir hverjar tæknilegar kröfur af þeirra hálfu er og hvernig ég sé fyrir mér að staða rétthafa og útgefanda sé. Segja þeim hvernig prócessinn er og útbúa test feature fyrir sögurnar í appinu svo þau geti fengið féeling fyrir hvernig þetta kemur út áður en það er sent til mín.

Þarf að fara nota eitthvað betra kerfi til að halda utan um forritunina en google drive.(***)

*=Ég ætla að hætta vera með verslunarkerfi og setja sögurnar sem ég sel í sama lista og sögurnar sem búið er að kaupa. þannig verða sögurnar sem eru til söul alltaf sýnilegar. Kanski láta þær “pulsate” í einhverjum lit til að fanga augað.

**=Taka saman lista yfir þá sem eru að taka þátt og senda þeim email. Starta viðræður við fleirri sænska höfunda…

***=finna Stanford vídeóið sem fjallar um einmitt þetta mál.

2 Comments on “Hvað nú?

Leave a Reply