Um Ævintýri

Ævintýri er app fyrir iPhone og iPad þar sem hægt er að hlusta á barnasögur á íslensku og myndskreytingar eða „blaðsíður” fylgja upplestrinum. Fyrst um sinn ætlum við að gefa út gamlar sígildar sögur sem eru komnar úr höfundarétti en með nýjum og ferskum myndskreytingum. Við erum líka að þýða skemmtilegar barnasögur úr ensku.

Ein saga mun fylgja appinu ókeypis til að byrja með en svo verða nýjar sögur seldar fyrir lágt verð. Sögurnar verða allar barnvænar og lesnar upp af góðum upplesurum.

Í framtíðinni verður stefnt að því að bæta appið á marga vegu; auka valmöguleika og breyta hegðun þess. Stefnt er að því, meðal annars, að bæta við appið eftirfarandi:

  • texti byrtist á skjánum „karaoke style” svo hægt verður að æfa sig að lesa með sögunum.
  • hægt verði að velja sér leið gegnum sögurnar. Birtast þá nokkrir valmöguleikar sem gera notendum fært að breyta söguþræðinum.
  • hægt verði að eiga við myndirnar á ýmsan hátt t.d.:
  • lita á skjáinn,
  • smella á ýmsa hluti á skjánum til að fá frekari upplýsingar um þá
  • heyra ákveðnar persónur tala, heyra dýrahljóð og umhverfishljóð þegar smellt er á ákveðna staði.
  • finna faldar myndir inná síðunum.

Möguleikarnir eru margir og ef þú hefur hugmyndir eða ábendingar endilega sendu mér línu með því að senda fyrirspurn.

Ef þú villt fá tilkynningar um útgáfudag appsins og sagnanna skráðu þig á póstlistann fyrir fréttabréfið hér fyrir neðann.

 

Leave a Reply