Hvað skal gera?

Jæja ég ætlaði að fara submitta þessu í app-storið en þá fer maður alltaf að vellta fyrir sér hvað gæti valdið því að það færi ekki í gegn… og út frá þeim pælingum koma verkefni dagsins:

-Þegar farið er inn í “in app store” þarf að láta notandann vita ef það er búið að banna kaup á símanum.

-Þegar farið er inn í “in app store” þarf að láta notandann vita að það sé verið að gengjast internetinu til að fá upplýsingar um vörur.

-Þegar farið er inn í “in app store” þarf að láta notandann vita ef það ekki er nein internet tenging til staðar.

en svona fyrst ég skrifaði það ekki þá er ég mega ánægður með að hafa reddað restore takkanum fyrir “in app store” í gær þrátt fyrir hausverkinn og veikindin auk þess sem ég kláraði að klippa niður hljóðið fyrir sögurnar í fyrradag. Maður gerði nú ekki margt ef maður hefði ekki móðir til að hjálpa sér og Úffu til að taka það upp.

Ó og að lokum má maður nú sýna fyrstu skrefin sem tekin voru í photoshopping þar sem Flóra aðstoðar myrku öflin við innrás:

Posted in Uncategorized

Leave a Reply

Seinustu athugasemdir